Krossmaðra

Galium boreale

Lýsing

Blöð eru 4 saman í kransi, striklensulaga, venjulega breiðust að neðan; oftast tvö lengri og breiðari og tvö mjórri og styttri. Stöngull ferstrendur. Plantan er öll hárlaus. Jarðstöngull er mjór, langur, marggreinóttur og klæddur rauðbrúnum berki.

Blóm eru mörg saman í marggreindum skipunum og ilma þau mjög.

Nytjar

Rót krossmöðrunnar er notuð til að lita rautt, enda er hún náskyld krapprótinni frá Austurlöndum sem er mjög kunn sem litagjafi. Rauði liturinn verður einkar fagur sé bandið áður litað gult.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Kransstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt