Maríuvöndur

Gentianella campestris

Lýsing

Blöð eru egglensulaga til egglaga, heilrend og hárlaus. Plantan er tvíær. Neðst á stöngli sjást oft visin blöð frá fyrra ári, þá koma stofnblöð, spaðalaga og bogstýfð, síðan miðstöngulblöð, spaðalaga eða aflöng og snubbótt, og efstu blöðin langegglaga og ydd.

Blóm eru pípulaga. Innan á krónublöðum eru smáar hreisturflögur, sem nefnast hjákróna. Plantan er jafnan öll blámenguð.

Nytjar

Alhliða lækningajurt fyrrum við hjartveiki, matarólyst, vindgangi og uppþembingi , ormum, blóðlátum, sinateygjum, köldu og gigt.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt