Túnfífill

Taraxacum Weber

Lýsing

Blöðin eru í stofnhvirfingu, oftast mikið flipuð en örsjaldan heil.

Blóm sitja í stórum, gulum körfum. Þær standa á holum blómskipunarleggjum sem vaxa úr blaðöxlunum. Öll blóm í körfunni tungukrýnd. Karfan lokast að blómgun lokinni og opnast aftur sem biðukolla. Aldin eru með legglöngu svifi.

Nytjar

Seyði af rótum þótti gott við lifrarveiki og gallstíflum. Einnig voru þær þurrkaðar og malaðar og notaðar sem kaffibætir. Blöðin voru einnig notuð í lækningaskyni.

Blöðin eru góð í salöt en þurfa að liggja í nokkrar mínútur í rennandi vatni áður en þau eru soðin..

Greiningarlykill


Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt