Umfeðmingur

Vicia cracca

Lýsing

Blöðin eru fjöðruð og með 8–10 oddbaugótt eða striklaga smáblaðapör; endasmáblaðið er ummyndað í langan vafþráð. Axlablöð eru smá og heilrend. Stöngullinn er grannur og strendur. Blóm eru mörg í þéttum klösum; þau eru óregluleg (einsamhverf).

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt