Hrafnafífa

Eriophorum scheuchzeri

Lýsing

Blöðin eru slétt og flöt í oddinn. Stráin eru sívöl og gild. Stráblöðin eru stutt.

Blóm í einu axi á stráenda. Þau eru óásjáleg en við fræþroska myndast fífuhnoðrinn sem er hnöttóttur eða nokkru breiðari en hann er langur.

Nytjar

Fífu var safnað á sumrin, fífuhausarnir tættir í sundur og snúnir saman í kveik. Erfiðara er að snúa kveiki úr hrafnafífu en klófífu.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Beinstrengjótt