Klófífa

Eriophorum angustifolium

Lýsing

Blöðin eru með upphleyptri miðrák á neðra borði, snörp, oft mógljáandi og þrístrend fremst. Stráin eru eilítið flatvaxin.

Blóm í nokkrum öxum á mislöngum leggjum sem bogna við þroskunina. Hvít hár umkringja blómin og lengjast þau við þroskun aldina.

Nytjar

Fræullin, lóin, hefur lítillega verið notuð til þess að fylla kodda og sessur og einnig var hún spunnin saman við venjulega ull en ekki hefur það gefist vel.

Fífu var safnað á sumrin, fífuhausarnir tættir í sundur og snúnir saman í kveik.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Beinstrengjótt