Sóldögg

Drosera rotundifolia

Lýsing

Blöð eru jarðlæg í stofnhvirfingu, kringlótt og stilklöng. Upp frá þeim vaxa blaðlausir blómskipunarleggir. Blöð eru alsett rauðum kirtilhárum. Sóldögg er rauðleit mýraplanta.

Blóm eru fá eða einstök. Blómklasinn er einhliða með leggstutt blóm, sem eru lokuð nema í sólskini.

Nytjar

Slímdropar hennar voru notaðir til að eyða vörtum, líkþornum og freknum.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Annað
Blaðstrengir
Annað