Aðalbláberjalyng

Vaccinium myrtillus L.

Lýsing

Blöð eru ljósgræn og smásagtennt. Blóm eru græn eða rauðgræn, krukkulaga. Þau sitja eitt eða tvö saman neðst á hverjum árssprota vegna þess að þau taka að þroskast um leið og fyrstu blöð myndast.

Berin eru dökkblá eða nærri svört, súrsæt og rauð að innan.

Nytjar

Um nytsemi og verkun gildir hið sama og um bláberjalyng. Te má gera af blöðum til daglegrar notkunar.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt