Jarðarber

Fragaria vesca

Lýsing

Blöð eru handflipótt eða handskipt á löngum legg, þykk og blágræn. Lágvaxin og safamikil jurt.

Blóm er oftast aðeins eitt efst á stöngli. Bikarblöð móloðin en krónublöð hvít í fyrstu, síðan rósrauð og að lokum dökkfjólublá.

Nytjar

Berin þóttu góð við slæmum maga, matarólyst, þvagstemmu , brjóstveiki, liðverkjum og steinum í nýrum og blöðru. Tennur verða hvítar og fallegar sé jarðarberjasafi látinn verka á þær í 5 – 10 mínútur og þær síðan þvegnar úr volgu vatni, sem lítið eitt af matarsóda er leyst upp í.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt