Barnarót

Coeloglossum viride

Lýsing

Blöð á stöngli eru 3–5, blágræn; neðri blöð eru egglaga eða oddbaugótt en hin efri lensulaga. Þau eru bogstrengjótt.

Blóm eru óregluleg, gulgræn eða rauðmóleit. Þau sitja í 3-10 cm löngum klasa. Krónublöðin mynda hvelfdan hjálm, nema vörin, sem er þrítennt og er miðtönnin styst.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Bogstrengjótt