Mjaðjurt

Filipendula ulmaria

Lýsing

Blöð eru stór og grálóhærð á neðra borði. Þau eru bilbleðlótt og stakfjöðruð. Stöngullinn er stórblöðóttur langt upp.

Blóm eru fremur lítil en sitja í stórum skúfum og eru greinarnar loðnar. Engar sykrur eru í blóminu en hins vegar sækja skordýr mjög í frjóduftið. Af blómum leggur sérkennilega og þægilega angan.

Nytjar

Eins og nafnið bendir til var plantan notuð við mjaðargerð. Séu blöðin marin leggur af þeim sterka og þægilega lykt og voru mjaðarkerin smurð með þeim að innan og þau notuð sem krydd í ölið.

Te bæði af blöðum og blómum þótti svitadrífandi , verkeyðandi og græðandi.

Mjaðjurt var notuð til að komast að hver stolið hefði.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt