Þúfusteinbrjótur

Saxifraga caespitosa

Lýsing

Blöðin eru niðurmjó með 3–5 snubbótta flipa, í þéttum hvirfingum. Uppréttir blómstönglar, fáblöðóttir, eru kirtilhærðir og greinast venjulega í toppinn í marga blómleggi. Vex í þéttum þúfum eða toppum.

Blóm eru frekar stór, 0,8–1,5 cm að þvermáli. Krónublöðin eru með gulleitum æðum, um helmingi lengri en bikarblöðin.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt