Jöklasóley

Ranunculus glacialis

Lýsing

Blöð eru handflipótt eða handskipt á löngum legg, þykk og blágræn. Lágvaxin og safamikil jurt.

Blóm er oftast aðeins eitt efst á stöngli. Bikarblöð móloðin en krónublöð hvít í fyrstu, síðan rósrauð og að lokum dökkfjólublá.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Handstrengjótt