• Teista

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Teista – ungfugl að vetri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Teista með marhnút

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Teista með sprettfisk

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Teista er eini íslenski svartfuglinn sem er svartur á kviði. Á sumrin er teistan alsvört, nema með hvítan blett á vængþökum og ljósa, svartbrydda undirvængi. Á veturna er hún ljósari en aðrir svartfuglar, svart- eða grárákótt að ofan, ljósleit að neðan, með svart stél og vængreitirnir minna áberandi. Ungfugl er dekkri, með rákótta vængreiti og dökkan koll. Kynin eru eins.

Vængir teistunnar eru fremur stuttir og breiðir, hún flýgur oftast lágt yfir haffleti með hröðum vængjatökum og eru vængreitir þá áberandi. Hegðun svipar til langvíu en teista er hreyfanlegri á landi. Teistur sjást venjulega stakar eða í litlum hópum.


Fæða og fæðuhættir:
Aðalfæðan er sprettfiskur (skerjasteinbítur), sem hún tekur á grunnsævi. Tekur einnig annan smáfisk, eins og sandsíli og marhnút, einnig hryggleysingja líkt og krabbadýr, burstaorma og kuðunga.


Fræðiheiti: Cepphus grylle

Kjörlendi og varpstöðvar

Heldur sig við strendur og á grunnsævi og leitar sjaldan út á rúmsjó. Verpur stök eða í litlum byggðum í eyjum, höfðum og urðum undir fuglabjörgum. Hreiður eru í klettaskorum, sprungum, undir steinum eða á syllum í hellum.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Teistan er að nokkru farfugl. Töluvert af íslenskum fuglum, aðallega ungfuglar, hafa vetursetu við Grænland, annars er teistan staðfugl að stórum hluta. Eitthvað af norrænum teistum hefur hér vetrardvöl. Þær eru ljósari en þær íslensku. Heimkynni teistu eru á norðurslóðum, umhverfis norðurhvel.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR