• Álka

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Álka á hreiðri

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Vetrarbúningur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Álkan er miðlungsstór svartfugl. Hún líkist langvíu og stuttnefju en er hálsstyttri og með hærri gogg. Í sumarbúningi er álka svört á höfði, hálsi og baki en hvít á bringu og kviði. Á veturna eru framháls, kverk og hlustarþökur hvít. Ungfuglar eru með smágerðari gogg. Kynin eru eins.

Álka flýgur hratt og beint með teygðan háls, lágt yfir haffleti. Er létt á sundi og sperrir þá oft stél og jafnvel gogg. Góður kafari eins og aðrir svartfuglar og notar vængina jafnt sem fæturna við köfun. Álka á erfitt um gang, situr á ristinni og heldur jafnvægi með stélinu. Er félagslynd.


Fæða og fæðuhættir:
Álka kafar eftir fiski og notar vængina til að kafa með eins og aðrir svartfuglar, „flýgur“ neðansjávar. Fæðan er aðallega smáfiskur eins og sandsíli, loðna og síld, í minna mæli ljósáta og aðrir hryggleysingjar.


Fræðiheiti: Alca torda

Kjörlendi og varpstöðvar

Sjófugl, sem heldur sig bæði á grunnsævi og dýpra. Verpur í byggðum við sjó, björgum eða grýttum urðum. Verpur oftast í sprungum eða undir steinum, einnig á berar syllur.

Ungarnir yfirgefa vörpin aðeins 2–3 vikna gamlir, löngu áður en þeir verða fleygir, og elta foreldrana á haf út.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs og jafnvel lengra. Álkan kemur aðeins á land til að verpa.

Stærsta álkubyggð heims var til skamms tíma í Stórurð undir Látrabjargi, en vegna ætisskorts hefur hún flutt sig norður fyrir land, t.d. til Grímseyjar. Um 60% af öllum álkum heims verpa hér á landi, en annars verpur hún á Nýfundnalandi, Grænlandi, Bretlandseyjum, Frakklandi og Norðurlöndum austur á Kólaskaga og norður á Bjarnarney.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR