• Margæs

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Margæs – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Margæs er lítil „svört“ gæs, mun minni en helsingi og minnsta gæsin sem sést á Íslandi. Hefur sótsvart höfuð, háls og bringu, hvítar rákir á hálshliðum og dökkt brúngrátt bak og vængi. Kviður og síður eru ljósgrá, aftanverðar síður rákóttar. Ungfugl er án ráka á hálshliðum og gráleitur á síðum.

Margæs flýgur hratt með örum vængjatökum, oftast í óskipulögðum hópum en einnig í oddaflugi. Stuttur háls og smæð eru einkennandi fyrir margæsina sem er lítið eitt stærri en stokkönd. Hún er létt á sundi og hálfkafar gjarnan. Margæsir hafa vetursetu á Írlandi og eru fargestir á Íslandi vor og haust.


Fæða og fæðuhættir:
Aðalfæða margæsar er marhálmur, grastegund sem vex á grunnsævi, en hún etur einnig maríusvuntu og aðra grænþörunga, sjávarfitjung og sækir jafnframt í tún, aðallega á vorin.


Fræðiheiti: Branta bernicla

Kjörlendi og varpstöðvar

Margæs er meiri sjófugl en aðrar gæsir, sækir á leirur og skjólsæla voga og víkur með ríkulegum marhálmi. Er einnig í túnum og á sjávarlónum.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Margæs er fargestur. Fuglar sem verpa á kanadísku Íshafseyjunum eru af hinni svokölluðu kviðljósu undirtegund (Branta bernicla hrota). Þær hafa vetursetu á Írlandi og eru fargestir á Íslandi vor og haust. Margæs er hánorræn og útbreidd með ströndum Norður-Íshafsins. Aðrar undirtegundir eru kviðdökkar og sjást slíkir fuglar stundum í margæsahópum hér á landi.

Vor og haust
Varp- og vetrarstöðvar
Litaskýringar
Fuglinn verpur ekki á Íslandi