• Straumönd

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Straumandarsteggur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Straumandarsteggur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Straumönd að vetri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steggur og kolla

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steggur og kolla

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Straumöndin á heimkynni sín á straumhörðum lindám og við brimasamar strendur. Hún er smávaxin, hálsstutt, dökk kafönd með hátt enni og fleyglaga stél. Steggurinn er afar skrautlegur. Grunnliturinn er dökkblár og er hann alsettur hvítum, svartjöðruðum rákum. Síður og kollhliðar eru rauðbrúnar, vængir dökkir með lítt áberandi, stuttum, hvítum vængreitum, axlafjaðrir með hvítum langrákum. Steggur í felubúningii og ungfugl eru móskulegri en þó vottar fyrir litamynstri í þeim. Kollan er öll svartbrún, með hvíta bletti á hlustarþökur og milli augna og goggs, ljós á kviði.

Straumönd flýgur hratt með hröðum vængjaslögum og veltum lágt yfir vatnsfleti. Hún flýgur sjaldan yfir land en fylgir ám og þræðir þá hverja bugðu árinnar og fer jafnvel undir brýr. Straumöndin er mjög fimur sundfugl og getur synt bæði í hörðum straumi og brimi og kafað eftir æti í hvítfyssandi iðuna. Hún sperrir oft stélið á sundi og rykkir til höfðinu. Hún er spök og félagslynd, er utan varptíma oftast í litlum þéttum hópum. Kollan sér um útungun og uppeldi unga meðan steggurinn fer til sjávar til að fella flugfjaðrir.


Fæða og fæðuhættir:
Dýraæta, sumarfæða straumandar er fyrst og fremst bitmý, lirfur og púpur, sem hún kafar eftir í straumvatni, einnig rykmýs- og vorflugulirfur. Á sjó er fæðan ýmis smádýr: þanglýs, marflær, kuðungar og skerar.


Fræðiheiti: Histrionicus histrionicus

Kjörlendi og varpstöðvar

Heldur sig á sumrin við straumharðar lindár og útföll úr stöðuvötnum, þar sem nóg er af bitmýi. Hreiðrið er á árbökkum eða í hólmum, vel falið milli steina eða í gróðri. Dvelur utan varptíma við brimasamar klettastrendur (,,brimdúfa").


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Straumöndin er staðfugl. Einu varpstöðvar straumandar í Evrópu eru hér á landi en hún finnst annars austast í Síberíu, á Grænlandi og við norðanverða vestur- og austurströnd Norður-Ameríku.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

UNGAR