Þið finnið svörin við öllum spurningunum hér á vefnum.
Svarið spurningunum í textasvæðin sem eru við hverja spurningu og prentið síðan síðuna út og skilið til kennarans ykkar.

Gangi ykkur vel!

Hver(jir) svara(r) spurningunum?
1. Hvað er miðað við að grunnsævi nái niður á mikið dýpi?

2. Hrognkelsi hafa mismunandi nöfn eftir því hvort um hæng eða hrygnu er að ræða.
 
Hvað er hængurinn kallaður?
Hvað er hrygnan kölluð?
3. Hvar hrygnir þykkvalúra?

4. Hvað er skollaþvengur?
5. Hvaða þrír menn koma við sögu í þjóðsögunni um rauðmagann, grásleppuna og marglyttuna?
6. Hvað getur Þarastrútur orðið gamall?
7. Hvaða krabbadýr er hluti af fæðuvali allra grunnsjávarfiskanna?
8. Á hvað miklu dýpi hefur marinkjarni fundist?
9. Toppskarfur og æður eru þeir fuglar sem finna má á grunnsævi. Hvað eiga þeir sameiginlegt við fæðuöflun sína?
10. Hver getur stærðar- og þyngdarmunur orðið á land- og útselum?
11. Hvaða fjórar tegundir sela koma reglulega hingað til lands á ferðum sínum milli kæpingarstöðva og fæðustöðva.
12. Hvernig dýr er nökkvi?
13. Í hvað hefur stórþari verið nýttur?
14. Hvernig er hægt að aldursgreina beltisþara?
15. Hvað kallast fósturhárin á nýkæptum kópum?
16. Hvað hefur skollakoppur einnig verið kallaður?
17. Samkvæmt þjóðsögum, hvað skulu menn gera ef selur syndir á móti skipi?

18. Hvað kemst stórkrossi hratt yfir?
19. Hvar eru söl aðallega týnd hér við land?
20. Undir hvaða heiti hafa hrogn hrognkelsis verið þekkt og seld?