Hættir selsins

Sú er trú á selnum að ef hann kemur í móti skipi þegar byrjuð er sjóferð skuli snúa aftur því það sé ills viti, en það sé góðs viti ef hann haldi í sömu átt og skipið eða leggist í kjalfarið.

(Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I. 1954. Jón Árnason safnaði.)