Selur og selamóðirFrá uppruna selsins er svo sagt að þegar Faraó
Egyptalandskonungur veitti Móse og Gyðingum eftirför yfir
Rauðahafið og drukknaði þar með öllu liði
sínu sem kunnugt er úr biblíunni varð konungur
og allir liðsmenn hans að selum og því eru beinin
í selnum svo lík mannsbeinum. Síðan lifa selirnir
sem sérstök kynslóð á mararbotni, en hafa
alla mannlega mynd, eðli og eiginlegleika innan í selshömunum.
Eggert Ólafsson kallar þá sæfólk. |
||