Þeir erfðu Brúnku eftir karlinn og létu sér mjög annt um hana. Einu sinni kom hvassviðri mikið og urðu þeir þá hræddir um að Brúnka mundi fjúka, báru því á hana og hlóðu upp með henni svo miklu grjóti sem á henni tolldi; eftir það fauk hún hvorki né stóð upp framar.

Þjóðsögur Jóns Árnasonar