Afi byrjar alltaf á því að gefa hænunum fóður og sækja eggin þeirra. Svo selur hann eggin í bænum. Hænunum þykir vænt um afa og afa þykir vænt um þær. En ég komst að því að þeim þótti ekkert sérstaklega vænt um mig. ,,Þær venjast þér bráðum,“ sagði afi. Þegar hænurnar voru búnar að fá vatn og fóður fórum við að mjólka kýrnar.
Friðrik Erlingsson. 1988. Afi minn í sveitinni. Reykjavík, Námsgagnastofnun.