Einn daginn sagði afi að nú þyrfti ég að vera duglegur að hjálpa sér því ein kindin ætti að fara að bera. En það þyrfti að hjálpa henni því lambið væri svo stórt. ,,Hvað er kindin að fara að bera, afi?“ ,,Hvað er þetta, lærir þú ekkert í skólanum um dýrin? Þegar kindur fæða lömb þá heitir það að kindin sé að bera.“ Afi fór til hennar og strauk kviðinn á henni. ,,Þetta fer nú bráðum að koma,“ sagði hann.

Friðrik Erlingsson. 1988. Afi minn í sveitinni. Reykjavík, Námsgagnastofnun.