,,Afi, ertu kominn með lamb?“ ,,Ó-já, drengir mínir. Hún Surtla hennar ömmu ykkar er dáin, og hún vonast eftir, að þið hugsið vel um litla soninn sinn, alið hann upp og sjáið um, að hann fái nóg að borða og drekka.“ ,,Já, já, við skulum sjá um hann og hugsa vel um hann.“ ...

... Þuríður kom nú með volga mjólk í pela og hafði sett túttu á hann. Hún kraup á kné við eldavélina og reyndi að fá lambið til að sjúga túttuna. Hrússi var hálf klaufalegur í fyrstu, en komst þó fljótlega upp á lagið.

Hjörtur Gíslason. 1990. Salómon svarti. Akureyri, Bókaforlag Odds Björnssonar.