Þegar hann kom út, stóð Lappi á hólnum, sem var hjá litla bænum og geispaði. Svo kom hann til Kára og bauð honum góðan dag. Hann hoppaði upp á afturfæturna og rétti Kára báða framfæturna.
,,Góðan dag, Lappi minn. Nú er ég að fara í skólann. Allir drengir þurfa
að fara í skóla. En þú þarft þess ekki, af því að þú ert hundur.“
Stefán Júlíusson. 1969. Kári litli í skólanum. Reykjavík, Setberg.