Þegar hænurnar voru búnar að fá vatn og fóður fórum við að mjólka kýrnar. „Þú gætir nú kannski mokað flórinn vinur,“ sagði afi. „Farðu bara í þessi stígvél þarna og náðu í skófluna.“ Stígvélin náðu mér upp í klof og skóflan var miklu stærri en ég. „Verður þú að moka flórinn á hverjum degi, afi?“ spurði ég. „Já,elsku vinur,“ sagði afi, „þessar yndislegu dömur kunna nefnilega ekki á klósett.“

Friðrik Erlingsson. 1988. Afi minn í sveitinni. Reykjavík, Námsgagnastofnun.