Latasti hundur í heimi
hann væri oft á sveimi
í borginni þar sem ég b.
bara ef hann nennti því.
Hann skeytir ekkert um aðra
nennir aldrei að snuðra og flaðra
ekki neitt upp að þefa
og aldrei að bíta eða slefa.
Hann nennir engan að elta
ekki heldur að gelta
engan veginn að urra
kannski einstaka sinnum að murra.
Í rauninni má kallast algert undur
að hann skuli nenna að vera hundur.
Þórarinn Eldjárn