Margt er það mikið og skrítið
sem myndast kýr- í hausnum,
af undrun ekki svo lítið
en eitthvað minna af lausnum.

Þó fannst mér hún fram úr skara
í fjósinu hún Klara,
hennar mö voru mjög svo skýr,
er hún mælti, hin skýra kýr:

– Hann myndaðist fyrir ótal árum
sá ágæti siður,
að börnin gráta blautum tárum
beina leið niður.

Í framhaldi af þessu þá finnst mér nú bara
að fiskarnir gráti þurrum loftbólum upp.

Þannig mælti kýrin skýra Klara
og klóraði sér um hupp.


Þórarinn Eldjárn