Kusa var í kjöri
til kúaþings í vor.
Hún bjóst við feikna fjöri
og fannst það ekki slor.
Hún kveikti á frelsiskyndli
og kosningu hún hlaut,
varð uppvís svo að svindli
og send með skömm á braut.
Hundar hlógu og jusu
en hestar sungu bí
og þeir sem kusu Kusu
kusu að gleyma því.
Þórarinn Eldjárn