Sá ég belju á svelli
svífa í skautadans
undir ellismelli
á öldum ljósvakans
og nashyrninginn Nasa
með nokkuð grófa húð
pakka inn penum vasa
postulíns í búð
einnig hundinn Árna
ekki segja bofs
þó gaman kynni að kárna
hjá kúasmölum Hofs.
En kindin Karmensíta
var kostulegri en þau:
Hún vildi bara bíta
í bréf og plast og tau.
Þórarinn Eldjárn