Siggi varð smeykur, er sótti hann kýrnar,
suður hjá Tungu þær voru á beit.
Svitnaði af ótta um ennið og brýnnar,
er ólukku bolann í Tungu hann leit.
Bö – bö – bö, segir bolinn í Tungu.
Að mæta því óféti er ei fyrir gungu.
Aumingja Siggi fór grátandi heim.


Stefán Jónsson