Hún Ranka var rausnarkerling
og rak eitt hænsnabú.
Hænurnar urpu eggjum,
sem átu ég og þú.
En svo var það einhverju sinni
með svolítið öðrum brag.
Og Rönku er það ríkt í minni,
hve reiddist hún þennan dag.
Í hænsnakofa hennar
var haldið þann dag ball,
því haninn hann var ungur
og hneigður fyrir rall.
Ein hænan hló út að eyrum.
Hve haninn minn dansar þó vel,
hún sagði. Þeim sýndist það fleirum,
er sáu hans skrautfjaðra stél.
Stefán Jónsson