Inga Dóra á lítið lítið
lítið ósköp skrítið skrítið
lítið lamb í túni
Inga litla á lítið skrítið
lamb í grænu túni.

Á lambinu er lítil snoppa
litla snoppan er að kroppa
kroppa grasið græna
þá fer hún að hoppa og skoppa
heimasætan væna.

Jóhannes úr Kötlum