Og svo einn dag fór gamla konan að gráta.
Hún grét af því að hún hafði ekkert til að láta
í trogið handa grísinum sínum góða,
og graut hafði hún engan til að sjóða.
En grísinn hafði létta lund.
Hann lék sér hverja stund,
fannst sér vera frami vís;
fyrirmyndargrís.
Svona eiga svínabörn að vera.

Stefán Jónsson