Gimbill mælti
og grét við stekkinn:
„Nú er hún móðir mín
mjólkuð heima.
Því ber ég svangan
um sumardag langan
munn minn og maga
á mosaþúfu.“
Gimbill eftir götu rann,
hvergi sína móður fann,
þá jarmaði hann.