Heyrðu snöggvast, Snati minn,
snjalli vinur kæri,
heldurðu ekki hringinn þinn
ég hermannlega bæri?

Lof mér nú að leika að
látúnshálsgjörð þinni.
Ég skal seinna jafna það
með jólaköku minni.

Jæja þá, í þetta sinn
þér er heimil ólin.
En hvenær koma, kæri minn
kakan þín og jólin?

Þorsteinn Erlingsson