Dagarnir koma hljóðir
og brosandi utanúr geimnum
kunnuglegir og smáir
einsog dvergarnir sjö
jórtrandi kýr í haga
lygna augum og hlusta
á ævintýrin mín
um ríkar og fallegar stelpur
í skóggrænni fjarlægð
þarsem sólin skín
og tíguleg fley um höfin
seglum þöndum svífa
og kastalaturnar gráir
yfir leyndardómum búa ...
þolinmæði kúnna þrýtur aldrei.
Ingibjörg Haraldsdóttir