Velkomin á vefinn!

Markmið þessa veftorgs er að auðvelda kennurum, kennaranemum og öðrum uppalendum að finna stafrænt námsefni sem nýtist við nám í íslensku í 1. til 4. bekk grunnskóla.

Hér má bæði finna áhugaverðar kennsluhugmyndir og ýmiss konar nemendaefni, t.d. verkefni sem vísað er í handbókinni Íslenska í 1. og 2. bekk og viðbótarefni með lestrarbókaflokkunum Listin að lesa og skrifa
og Smábókaflokknum.

Undir hnappnum Annað efni eru verkefni sem fylgja málörvunarefninu
Orðasjóður, lestrarkennsluefnið Leikur að orðum, verkefni með bókunum Kæra dagbók 1 og 2 sem ætlaðar eru nemendum með annað móðurmál en íslensku og verkefni með efninu Bókakistan.

Í verkefnasafninu eru sýnishorn af ýmsum verkefnum sem nýtast við móðurmálskennsluna.

Til að fá heildarsýn yfir efni Menntamálastofnunar fyrir yngsta skólastigið er hins vegar nauðsynlegt að fara inn á vefsíðuna www.mms.is, smella á hnappinn Námsefni, velja námsgreinina og aldursstigið.