Listin að lesa og skrifa

Lestrarkennsluefni sem byggist á hljóðaaðferð. Það er einkum ætlað nemendum á aldrinum 6–9 ára sem þurfa hæga og kerfisbundna innlögn á hljóðum og bókstöfum auk markvissrar þjálfunar í að tengja saman hljóðin. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu. Í flokknum eru m.a. fjórar vinnubækur, hljóðsögur sem tengjast efninu, á fjórða tug léttra lestrarbóka og verkefni til að prenta út. Gagnvirku vefirnir Stafaleikir Búa og Stafaleikir Bínu fylgja þessum flokki.
Listi yfir allar bækur flokksins.

Kennsluleiðbeiningar

Í leiðbeiningunum er lýsing á uppbyggingu efnisins og fjallað í stuttu máli um þá þætti sem lögð er áhersla á þegar notuð er hljóðaaðferð við lestrarkennsluna.

Hljóðsögur

Fimm hljóðsögur sem lesa má fyrir nemendur eða endursegja. Þær fjalla um ævintýrapersónur sem eru eins konar myndrænn þráður í vinnubókum og hugsaðar til að gera efnið lifandi og glæða áhuga barnanna á hljóðum og bókstöfum og algengum orðmyndum.

Kannanir

Fjórar kannanir og fjögur skráningarblöð. Æskilegt er að leggja fyrir könnun eftir að barnið hefur unnið vinnubók og lesið lestrarbækurnar sem henni fylgja. Tvær kannanir til viðbótar til að athuga hvort barnið getur kalla fram stóran og lítinn staf.

Verkefni

Létt verkefni með tíu lestrarbókum þar sem fyrst og fremst reynir á að þekkja stafi og greina hljóð þeirra, þekkja og lesa stutt orð og nokkrar orðmyndir.