Verkefnasafn

Safn hugmynda og verkefna sem reynst hafa vel og eru til þess fallin að auðga kennslu í móðurmáli á yngsta stigi grunnskólans. Í sumum tilvikum er um bein nemendaverkefni að ræða, í öðrum er fyrst og fremst verið að miðla hugmyndum sem kennarar geta útfært á sinn hátt

Lestur

Heildstæð verkefnasöfn sem m.a. nýtast við stafainnlögn og samþættingu lífsleikni og móðurmáls til að efla lesskilning.

Ritun – málfræði

Hugmyndir frá kennurum um m.a. hvernig vinna má markvisst með ævintýri, safna orðum og orðatiltækjum, búa til eigin vinnubækur, vasafuglabók o.fl.

Hljóðkerfisvitund 1

Nemendaefni og kennaraefni með bókinni Litlu landnemarnir. Efnið er ætlað til að þjálfa hljóðkerfisvitund nemenda með lestrarerfiðleika (dyslexíu) og nemenda sem eru seinir að ná tökum á lestri og stafsetningu. Má nota allt frá átta ára aldri.

Hljóðkerfisvitund 2

Nemendaefni og kennaraefni með bókinni Mokoka. Efnið er ætlað til að þjálfa hljóðkerfisvitund nemenda með lestrarerfiðleika (dyslexíu) og nemenda sem eru seinir að ná tökum á lestri og stafsetningu. Má nota allt frá átta ára aldri