Gagnvirkt efni

Fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem ætluð eru til að æfa nemendur í lestri og ritun. Í verkefnunum spila saman hljóð, myndir og texti. Verkefnin henta einkar vel nemendum með lestrarerfiðleika og þeim sem þurfa mikla endurtekningu.

Að skrifa rétt

Verkefni með 8 smábókum þar sem áherslan er á að lesa og stafsetja texta með sam- hljóðasamböndum. Verkefnin skiptast í: Horfa og sjá (afskrift), Muna og skrifa, Hlusta og skrifa.

Álfur

Saga um strákinn Álf sem er að byrja í skóla á nýjum stað. Verkefni og spurningar sem efla samskiptafærni og tilfinningaþroska og samþætta lífsleikni og íslenskukennslu.

Eldgrímur

Vefur einkum ætlaður 7–9 ára börnum. Á vefnum er farið í stafrófsröð, samheiti og andheiti, að búa til samsett orð, rím, sérnöfn, samnöfn o.fl.

Gagga og Ari

Verkefni með smábók. Þau skiptast í þrjá hluta: Gaman að skrifa, Orðaleikir (lo. og so.) og Atburðarás. Áhersla er lögð á gerð hugarkorta. Kennslu- ábendingar fylgja og verkefni til að prenta út.

Leikur að íslenskum orðum

Vefur ætlaður til málörvunar, jafnt með nemendum með hægan málþroska og börnum með annað móðurmál en íslensku. Algeng orð, framburður þeirra og ritun.

Lestur er leikur

Vefur ætlaður nemendum sem þurfa hæga og skipulega þjálfun til að læra stafina og hljóð þeirra og mikla endurtekningur til að ná tökum á byrjunaratriðum lestrar.

Lestur og stafsetning

Þjálfun í að lesa og stafsetja léttan texta. Velja má um tvær sögur sem skiptast í 25 kafla. Verkefnin skiptast í: Horfa og sjá, Muna og skrifa og Hlusta og skrifa.

Lesum og skoðum orð - Lestrarlandið

Lesum og skoðum orð er gagnvirkur vefur sem miðast við að mæta áherslum í heildstæðri móðurmálskennslu í fyrstu bekkjum grunnskólans.

Lesum og skoðum orð - smábækur

Velja má um 11 smábækur og 6 leiðir til að fást við texta þeirra. Auðveldar fjölbreytt vinnubrögð, t.d. með skjávarpa eða rafrænni töflu. Ábendingar um notkun fylgja. Allar sögur lesnar.

Lifandi ævintýri

Skemmtileg gagnvirk verkefni með sögunni Prinsessan á bauninni eftir H. C. Andersen. Verkefnin eru hentug til að örva mál og tjáningu barna með hægan málþroska.

Margt skrýtið hjá Gunnari

Verkefni sem fylgja smábók með sama titli. Verkefnin eru ætluð til að auka lesskilning, vekja áhuga á að skoða og læra ný orð og tjá sig í rituðu máli.

Orðakistur Krillu

Vinsæll vefur þar sem velja má um æfingar til að þjálfa lestur orða sem ríma, lestur algengustu orða í íslensku, að raða orðum í stafrófsröð og að finna algeng orð í orðaleit.

Orðaleikir

17 lítil verkefni úr vefjum sem fylgja nokkrum smábókum og veita þjálfum í málfræði.

Rumur í Rauðhamri

Verkefni með smábók. Þau skiptast í þrjá hluta: Gaman að skrifa, Orðaleikir (lo. og so.) og Atburðarás. Áhersla er lögð á gerð hugarkorta. Kennslu- ábendingar fylgja og verkefni til að prenta út.

Samhljóðar í himingeimnum

Vefurinn er hugsaður sem liður í hlustun og hljóðgreiningu; að nemendur æfist í gegnum leikina í að greina á milli hljómlíkra bókstafa.

Smábókaskápurinn

Á vefnum má velja á milli nokkurra smábóka sem allar hafa komið út hjá Menntamálastofnun.

Stafaleikir Bínu

Þjálfun í að þekkja heiti og hljóð stafanna e, á, u, æ, ó, o, m, v, n, r, tengja saman tvö hljóð og þekkja 15 algengar orðmyndir. Ætlað þeim sem þurfa hæga innlögn og mikla endurtekningu.

Stafaleikir Búa

Þjálfun í að þekkja heiti og hljóð stafanna a, á, i, í, ó, ú, l, s, r, tengja saman tvö hljóð og þekkja 15 algengar orðmyndir. Ætlað þeim sem þurfa hæga innlögn og mikla endurtekningu.

TX-10. Það er ég

Verkefni sem byggja á smábók með sama titli. Verkefnin eru ætluð til að auka lesskilning, vekja áhuga á að skoða og læra ný orð og tjá sig í rituðu máli.