Einu sinni var gamall bær.
Inni í gamla bænum var búr.
Í búrinu var geymdur matur.
Þar var ostur, smjör, kökur og kjöt.
Þar var allt sem músum þykir best.
Það voru margar mýs í bænum.
Þar voru mörg músabörn,
músapabbar og mömmur,
afar og ömmur, frændur og frænkur,
músasystur og músabræður.
Músunum leið öllum vel.
Þær voru kátar og skemmtu sér.
Þær höfðu allar nóg af mat.
En einn dag kom gestur í bæinn.
Það var hvorki maður né mús.
Músaafi sá hann fyrst.
Hann hljóp og sagði við konu sína:
„Það er kominn stór, grár köttur.
Farðu, og segðu fólkinu frá því.“

Steingrímur Arason tók saman 1993. Ungi litli (Hver vill hengja bjölluna á köttinn?). Reykjavík, Námsgagnastofnun.