Einu sinni hitti tófan spóa úti í móum.
„Viltu borða með mér?“ spurði tófa.
„Ég hef góðan mat á borðinu í dag.“
„Þakka þér fyrir, góða,“ sagði spóinn.
Svo fór hann heim með tófunni.
Tófa átti góða súpu í potti sínum
Hún bar hana inn á grunnum diski.
Spóinn reyndi að borða súpuna,
En hann náði ekki í neitt, ekki bragð.
Tófan át upp alla súpuna.
En spóinn sat hjá og fékk ekki neitt.
„Súpan þín lyktar vel, sagði spóinn.
Tófan hló og hló og sagði:
„Mér þykir vænt um, að þér líkar hún.“
Svo flaug spóinn heim til sín.
Einu sinni hitti spóinn tófu úti í móum.
„Hvenær kemur þú til mín?“ spurði spóinn.
„Viltu koma og borða með mér í kvöld?“
„Þakka þér fyrir,“ sagði tófa.
Tófan fór nú heim til spóans.
Spóinn átti góða súpu í potti.

Steingrímur Arason tók saman 1993. Ungi litli (Tófan og spóinn). Reykjavík, Námsgagnastofnun.