Einu sinni voru þrjú lítil lömb.
Einn morgun sagði mamma þeirra:
„Nú verðið þið að fara héðan
og sjá um ykkur sjálf.“
Og svo fóru þau öll.
Eitt lambið litla hitti mann,
Sem var að flytja hey.
Þá sagði lambið litla:
„Gerðu svo vel að gefa mér fáein strá,
ég ætla að byggja mér bæ.“
Maðurinn gaf þá lambinu litla fáein strá,
og lambið litla byggði sér bæ.
Þá kom gamli refur.
Hann barði að dyrum og sagði:
„Lambið mitt, lambið mitt, lofaðu mér inn.“
Þá sagði lambið litla:
„Rebbi minn, rebbi minn,
Ekki kemst þú inn.
þótt þú bíðir í allan dag,
ég opna ekki bæinn minn.“
„Þá blæs ég og hvæsi
og blæs bæinn um koll.“

Steingrímur Arason tók saman 1993. Ungi litli (Lömbin litlu þrjú). Reykjavík, Námsgagnastofnun.