Einu sinni var músakóngur í Músaríki.
Hvítmús dóttir hans, var allra músa best.
Hún var líka allra músa fríðust og fínust.
Bláskeggur músakappi bjó í Músalandi.
Honum leist vel á Hvítmús kóngsdóttur.
Hann vildi fá að eiga hana.
Á hverjum degi gaf hann henni vallarkorn,
súrur og fleira, sem músum þykir gott.
Af þessu varð músakóngur voða reiður.
Einn dag sagði hann við konu sína:
„Bláskeggur skal aldrei fá Hvítmús.
Hún skal fá þann sem er mestur í heimi.
Máninn er hátt uppi á himni
og lýsir á kvöldin upp Músalandið mitt.
Hann er víst mestur í heimi.
Músakóngur klifraði upp til mánans.
…
Steingrímur Arason tók saman 1993. Ungi litli (Bláskeggur músakappi). Reykjavík, Námsgagnastofnun.