Siggi var úti með ærnar í haga,
allar hann hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
Vissi´ann, að lágfóta dældirnar smó.
Ga – ga – ga, kvað tófan á grjóti.
Gráum augunum trú´ ég hann gjóti.
Aumingja Siggi, hann þorir ekki heim.
Jónas frá Hrafnagili.