Músin mjúka lá
matarveiðum á,
lék á hillum hátt
hló svo þýtt og dátt,
fann þar allskyns auð,
ost og smjör og brauð,
þar var nóg að lina lífsins nauð.


Kisa kúrði þar,
klær í skeiðum bar,
bjó út brandinn sinn,
breyskti kampinn sinn –
eins og örskot stökk,
undan mýsla hrökk
og í víðan kattarkjaftinn sökk.

Jónas Jónasson fr?? Hrafnagili