Vefurinn Lyt og se er gagnvirkur vefur í dönsku fyrir unglingastig. Á vefnum er að finna 9 stutt myndbönd og fjölda gagnvirkra verkefna. Hvert myndband er á bilinu 3 til 5 mínútur að lengd. Mikilvægt er að nemendur séu virkir á meðan þeir horfa á myndbandið. Verkefnin sem fylgja eiga að auka málskilning og orðaforða.
Verkefnunum er skipt í þrjá þætti þ.e. fyrir áhorf, á meðan horft er á myndband og eftir áhorf. Ekki er ætlast til að nemendur vinni þættina í ákveðinni röð.
Vefurinn er gefinn út af Námsgagnastofnun með styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Til að velja verkefni er smellt á hnappana.
Þeir litast rauðir þegar verkefni er lokið.