Til kennara

Lyt og se
Við gerð Lyt og se var unnið út frá Aðalnámskrá grunnskóla frá 2007.
Mikilvægt er að nemendur séu virkir á meðan þeir horfa á myndbandið og því fylgja þáttunum verkefni sem sem eiga að auka skilning á máli og málnotkun ásamt því að virkja orðaforðann.

Markmið
Aðal markmiðið með efninu í heild sinni er að vekja áhuga nemenda á dönsku og koma til móts við þarfir þeirra með því að veita þeim tækifæri til að horfa á myndband og vinna verkefnin á eigin hraða og út frá eigin forsendum.
Auk þess er markmiðið með myndböndunum og gagnvirku verkefnunum að:

Um verkefnin
Á undan áhorfi: Nemendum er kynntur grunnorðaforði þáttarins og þeir vinna verkefni honum tengdum. Einnig er þessum hluta ætlað að vekja eftirvæntingu.

Á meðan horft er: Þegar horft er á myndband reynir bæði á heyrnar- og sjónskyn. Þá þurfa nemendur auk þess að beina athyglinni að verkefnunum. Þetta getur reynst þeim erfitt. Þess vegna er úrvinnsluþættinum skipt í tvo hluta. Annars vegar að horfa og hins vegar að hlusta. Öll verkefni í þessum hluta eru krossaspurningar.

  1. Hvað sérðu? Hér er gert ráð fyrir að nemendur horfi á myndbandið og svari spurningum um það sem þeir sjá í þættinum. Þetta reynir á athygli og orðaforða og ætlast er til að nemendur krossi við rétt svör.
  2. Hvað heyrir þú? Hér er áhersla lögð á hlustun og skilning. Ætlast er til að nemendur hlusti eftir ákveðnum atriðum og krossi við rétt svör.

Eftir áhorf: Verkefni eru ætluð til þess að festa orðaforðann úr þáttunum enn betur í minni með því að vinna fjölbreytt gagnvirk orðaforðaverkefni.

Lyt og se

Lyt og se - Dönskuvefur fyrir grunnskóla