Vitruvian manAldur – bekkur

8. bekkur

Tími

1-2×80 mín kennslustundir

Kveikja – innlögn

Rætt er við nemendur um að í gegnum söguna hafi listamenn stúderað mannslíkamann og endurreisnarlistamenn eins og da Vinci og Michelangelo hafi meira að segja krufið lík til að kanna hvernig líkaminn er saman settur. Ef aðgangur er að skjávarpa er tilvalið að sýna mynddæmi af skissum Leonardos og styttum Michelangelos og fleiri síður um mannslíkamann og hlutföll hans (t.d. um gullinsnið og skiptingu líkamans í 8 höfuð). Teikning Leonardos af Vitrúvíusarmanninum á að sýna fullkomin hlutföll mannslíkamans og er gerð eftir texta rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) í riti hans De architecture eða Um byggingarlistina.

Kynnt er fyrir nemendum ein af þeim aðferðum sem notaðar eru til að mæla hlutföll mannslíkamans. Þessi aðferð gengur út á að nota stærð höfuðsins til að mæla hlutföll líkamans. Nemendum er kynnt sú almenna regla að fullvaxinn manneskja sé u.þ.b. 8 höfuð á hæð en tekið fram að það sé ekki algild regla. Börn eru að sjálfsögðu færri höfuð á hæð og ekki víst að nemendur í 8. bekk séu full 8 höfuð.

Til að komast að því hvort reglan um að líkaminn sé 8 höfuð standist er einn eða tveir nemendur fengnir til að vera sjálfboðaliðar og útlínur þeirra teiknaðar á stóra örk af maskínupappír. Best er að láta þá liggja á maskínupappírnum meðan útlínurnar eru teiknaðar. Örkin er svo fest upp á vegg þar sem allir nemendur geta fylgst með. Stærð höfuðsins mæld og hvað líkaminn eru mörg höfuð. Athugað er hvar höfuðin koma á líkamanum og merkt inn, t.d. haka, nafli, klof, hné o.fl. Sjá skýringarmynd 1. Einnig er gaman að sanna hvort það standist að hæð okkar sé sú sama og lengdin milli útréttra handa. Ekki á að vera erfitt að fá sjálfboðaliða úr hópi nemenda til að sannreyna þessa reglu.

Framkvæmd

Nemendur æfa sig nú að teikna manneskju í réttum hlutföllum og fá A3 eða A4 blöð (þunn, t.d. 80gr), brjóta þau í tvennt, síðan aftur í tvennt og enn einu sinni. Þá er búið að skipta blöðunum í 8 hluta. Nemendur teikna manneskjur í réttum hlutföllum og geta stuðst við myndina á maskínupappírnum eða skýringarmynd 2 eða einhverja að þeim vefsíðum sem fylgja hér fyrir neðan.

Myndir – myndefni

8b_manneskja_hlutfoll_skyring_18b_Mannslikami_hlutfoll_skyring_2

Til vinstri: Skýringarmynd 1 – Til hægri: Skýringarmynd 2

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • þekki hlutföll mannslíkamans
  • geri sér grein fyrir heildarbyggingu mannslíkamans og geti gert samanburð á hlutföllum og stærðum eftir mælingum

Undirbúningur

  • Taka til mynddæmi, efni og áhöld í verkefnið.

Efni – áhöld – hjálpargögn

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd